Unnið að Sóknaráætlun 2020-2024

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hélt á dögunum íbúaþing í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn var vel sóttur eða um 50 manns mættu til að koma sínum hugmyndum og skoðunum um það hvernig þeir myndu vilja sjá landshlutann þróast næstu fjögur árin. SSV vinnur þessa dagana að því að gera Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 með liðsinni ráðgjafafyrirtækisins Capacent sem einmitt stýrðu þinghaldinu. Yfirskrift þingsins var „Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu“ og komu mikið af góðum og uppbyggilegum hugmyndum fram í dagsljósið. Páll S. Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV setti fundinn og svo tóku fulltrúar Capacent við og leiddu vinnuna.

Lagt er upp með að kynna drög að Sóknaráætlun Vesturlands á næsta Haustþingi SSV.