Menning og atvinnulíf á landsbyggðinni

SSVFréttir

Á dögunum birtist grein eftir Vífil Karlsson, hagfræðing hjá SSV, í nýju vefriti um menningu sem heitir „Úr vör“. Þar segir frá nýjum tölum yfir hversu vel atvinnulífið á landsbyggðunum nær að „beisla“ menningu og listir í sína þágu. Greinin byggir á stórri könnun meðal fyrirtækja á landsbyggðunum. Lesa má greinina hér.
Einnig birtist fyrir helgi grein í tengslum við íbúakönnun þar sem lesa má lítið eitt meira um menningu á landsbyggðinni. Íbúkönnunin var framkvæmd og unnin af Vífli Karlssyni hjá SSV með fimm landshlutasamtökum á árunum 2016 og 2017.
Umfjöllun um íbúakönnun.

Frá sýningu Sigurðar Atla Sigurðssonar og Leifs Ýmis Eyjólfssonar í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Ljósmynd Julie Gasiglia

Nýja vefritið „Úr vör“ er frábært framtak í menningarumræðuna.