Græn lán hjá Byggðastofnun

SSVFréttir

Eins og kynnt var á ársfundi Byggðastofnunnar í síðasta mánuði hefur nýjum lánaflokki verið hleypt af stokkunum sem nefnist „Græn lán“.  Lánaflokkar stofnunarinnar eru því nú orðnir fimm og úrvalið aldrei verið meira.

Í lok maí munu lánasérfræðingar stofnunarinnar heimsækja Suður- og Austurland og halda þar kynningar á lánaflokkunum öllum og taka viðtöl við áhugasama. Ráðgert er að hin landsvæðin og þar á meðal Vesturland verði heimsótt í haust af lánasérfræðingum Byggðastofnunnar.