Helga Guðjónsdóttir til liðs við atvinnuráðgjöf SSV

SSVFréttir

Helga Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá SSV tímabundið í fjarveru Margrétar Bjarkar Björnsdóttur sem er farin í ársleyfi. Margrét tók á dögunum við starfi forstöðumanns Markaðsstofu Vesturlands og er ráðin til eins árs. Helga mun sinna verkefnum hjá atvinnuráðgjöf SSV og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Helga Guðjónsdóttir