Viltu hrinda góðri hugmynd í framkvæmd innan þíns fyrirtækis og vantar fjármagn?

SSVFréttir

Umsóknarfrestur um lán með lánatryggingu er til 15.október 2021. Búið er að opna fyrir umsóknir í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna sem er nú að hefja sitt þriðja starfstímabil. Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna og er hámarkslán 10 milljónir. Sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, er veitir lánin. Sjóðurinn veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna og er …

Greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir árið 2020 komin út

SSVFréttir

Sóknaráætlanir landshluta eru þróunaráætlanir sem byggja á samstöðu  í hverjum og einum landshluta um framtíðarsýn, markmið og val á leiðum til að áætlunin nái fram að ganga. Markmið sóknaráætlana er að ráðstafa fjármunum sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála, samkvæmt svæðisbundnum áherslum í sóknaráætlun landshlutans. Jafnframt er markmiðið að einfalda samskipti ríkis og …

Nýr vefur Listar fyrir alla opnaður

SSVFréttir

Nú hefur List fyrir alla opnað glæsilegan vef sem er gerður til að auka aðgengi barna og ungmenna að menningartengdri starfsemi um allt land. Á kortasjá má á einfaldan hátt sjá yfirlit yfir söfn, sýningar og setur sem bjóða börn og unglinga sérstaklega velkomin. Á Vesturlandi er fjöldi menningarhúsa sem standa til boða auk vinnustofa listamanna sem gleðja huga og …

NÝVEST – NET TÆKIFÆRA

SSVFréttir

  VERTU MEÐ NÝVEST-NET TÆKIFÆRA Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST.   Kynningarfundir verða á eftirtöldum …

Net tækifæra – nýsköpun og þróun

SSVFréttir

Undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (Nývest) hefur staðið yfir frá því snemma á þessu ári og er stefnt að því að stofna netið formlega í október n.k.  Í þessari viku birtist grein í Skessuhorni eftir þá Gísla Gíslason formann starfshóps um stofnun Nývest og Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV um verkefnið. Greinina má nálgast á vef Skessuhorns

Skýrsla um samstarf safna á Vesturlandi

SSVFréttir

Nú er komin út skýrsla um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Skýrslan er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Creatrix undir stjórn Signýjar Óskarsdóttur og Emmu Bjargar Eyjólfsdóttur í samstarfi við Sigurstein Sigurðsson menningarfulltrúa hjá SSV. Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi var falið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að kanna fýsileika á auknu samstarfi eða sameiningu safna á Vesturlandi í samráði við höfuðsafn og viðurkennt …

NORA auglýsir verkefnastyrki – síðari úthlutun 2021

SSVFréttir

  Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að síðari úthlutun ársins 2021. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 4. október 2021. Hámarksstyrkur er 500.000 …

STYRKIR HAUST 2021

SSVFréttir

Atvinnuráðgjafar og menningarfulltrúi hjá SSV veita upplýsingar um styrki sem standa aðilum til boða. Umsóknafrestur er eftirfarandi: Uppbyggingasjóður Vesturlands – 24. ágúst Fyrir hverja? Lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög á Vesturlandi. Til hvers? Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi Myndlistarsjóður – 23. ágúst kl. 16:00 Undirbúningsstyrkir– Undirbúningsstyrkir eru veittir …

Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna á Vesturlandi verður að veruleika

SSVFréttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og …