Barnamenningarhátíð í Borgarbyggð sett í dag

SSVFréttir

OK barnamenningarhátíð í Borgarbyggð er formlega sett í dag í sveitarfélaginu. Um er að ræða mjög metnaðarfulla dagskrá sem upphefur menningu barna og ungmenna. Viðburðurinn er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem leggur  fjármagn til hátíðarinnar sem ferðast um Vesturland ár frá ári. Síðast var hún haldin í Snæfellsbæ en árið 2024 tekur Akraneskaupsstaður við keflinu.

Eins og áður kom fram fer OK Barnamenningarhátíð fram í Borgarbyggð og er dagskráin einstaklega metnaðarfull og af mörgu að taka. Um er að ræða opnanir í leik- og grunnskólum um allt sveitarfélagið, bíósýningar, tónleika í Reykholtskirkju, söngleiki og margt fleira. OK lýkur svo með hvelli, en blásið verður til lokahófs hátíðarinnar í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarbyggðar laugardaginn 13. maí. kl. 13.00

Dagskrá OK Barnamenningarhátíðar má nálgast hér.