Nýsköpun á Vesturlandi

SSVFréttir

SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi.

Á Vesturlandi er frjór jarðvegur og fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Við viljum efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi enn frekar og markmið könnunarinnar því að leita hugmynda að aðgerðum sem ráðast má í til eflingar nýsköpunar, frumkvöðlastarfsemi og atvinnulífs í landshlutanum. Niðurstöðurnar verða nýttar til að þróa frumkvöðlamót og viðskiptahraðal á Vesturlandi.

Könnunin er stutt, það tekur flest fólk um 3-5 mínútur að svara henni og við vonum að sem allra flestir taki þátt til að niðurstöður verði sem áreiðanlegastar.

Smelltu HÉR til að taka þátt

Ef það virkar ekki að smella á tengilinn, prófaðu þá að afrita slóðina hér að neðan og líma inn í vafrann þinn. https://www.surveymonkey.com/r/Nyvest