Í dag var sett á vefinn undir „útgáfa“ nýr Hagvísir eftir Vífil Karlsson. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Störf á vegum ríkisins eru færri á Vesturlandi en á höfuðborgarsvæðinu þegar leiðrétt hefur verið fyrir höfðatölu. Þeim fækkaði á Vesturlandi um tæp 30 á milli áranna 2005 og 2013 þrátt fyrir a.m.k. 53,25 ný stöðugildi við nýstofnuð fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins á Vesturlandi á tímabilinu. Þar má nefna tvo nýja
Undirritun samnings um sóknaráætlun landshluta.
Samningur um sóknaráætlun fyrir Vesturland hefur verið undirritaður. Um er að ræða 45,9 millj. kr. til sjö verkefna. Það var formaður SSV, Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi á Akranesi sem undirritaði samninginn f.h. stjórnar SSV. Hér Sóknaráætlun Vesturlands. Hér er yfirlit frá stjórnarráði um Sóknaráætlanir landshluta.
Öndvegisverkefni
Vaxtarsamningur Vesturlands auglýsir eftir góðum viðskiptahugmyndum. Stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands hefur ákveðið að veita áhugaverðu verkefni(um) allt að 7 mkr. styrk. Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, hafa skírskotun til svæðisins, og nýsköpunar í atvinnulífi þess, ásamt því að skapa störf. Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki. Ferli umsóknar verður með þeim hætti að skila þarf inn hugmyndalýsingu til stjórnar Vaxtarsamnings Vesturlands fyrir
Styrkir til atvinnumála kvenna
Hefur þú góða viðskiptahugmynd? Rekur þú fyrirttæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2013 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 18.02.2013. Sjá frekari upplýsingar hér.
Unga fólkið og Vesturland
Fréttatilkynning Í dag var sett á vefinn undir „útgáfa“ nýr Hagvísir Vesturlands. Í þessum Hagvísi er farið yfir íbúaþróun ungs fólks á Vesturlandi. Ungt fólk á aldrinum 20-40 ára, er mikilvægt hverju samfélagi þar sem það fæðir af sér nýja íbúa, er gjarnan vinnusömustu þegnarnir og er að byggja upp sín heimili. Því er almennt talið mjög óheppilegt ef fækkar í þessum aldurshópi. Í ljós kom að ungum íbúum fækkaði
Viltu taka þátt í að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar ? Matar-málþing í Breiðabliki á Snæfellsnesi föstudaginn 16. nóv. kl. 14:30-18:00
Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem taldar eru til vaxtarsprota Íslands. En þrátt fyrir mikinn vöxt í greininni undanfarin áratug hefur það ekki skilað sér sem skildi í auknum hagvexti á landsbyggðinni. Ein leið til að styrkja ferðaþjónustuna og auka hagræn áhrif hennar í sveitum landsins er að efla tengsl og auka samstarf ferðaþjónustu og staðbundinnar matvælaframleiðslu. Markmið málþingsins er að: Vekja athygli á möguleikum sem felast í heimavinnslu
Landsbyggðin lifi – Aðalfundur
Landsbyggðin lifi – LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífasamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðamálum. Aðalfundarboð Aðalfundur Landsbyggðin Lifi verður haldinn laugardaginn 27. október 2012, klukkan 14:00 í Nesi í Reykholtsdal, Borgarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í aðalstjórn eða varastjórn er bent á að hafa samband við
Kynningarfundur um landskipulagsstefnu
Skipulagsstofnun í samvinnu við SSV stendur fyrir kynningarfundi um Landsskipulagsstefnu 2013-2024 á Hótel Hamri, miðvikudaginn 17. október kl. 13-15. Um er að ræða um tveggja klukkustunda fund, þar sem fyrri hlutinn fer í kynningu á landsskipulagsstefnu og í kjölfarið er boðið upp á umræður og svör við fyrirspurnum. Fulltrúar Skipulagsstofnunar verða Stefán Thors, forstjóri Skipulagsstofnunar og Einar Jónsson, verkefnisstjóri.
Vífill Karlsson, doktor í hagfræði
Þann 15. september sl. varði Vífill Karlsson, atvinnuráðgjafi og hagfræðingur SSV doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Hún fjallar um samgöngubætur og búferlaflutninga. Í ritgerðinni segir frá rannsókn á landfræðilegum áhrifum samgöngubóta á búferlaflutninga milli sveitarfélaga. Fyrst var sagt frá íbúaþróun á Íslandi og þróun samgöngukerfisins. Þar á eftir var farið yfir helstu rannsóknir á búferlaflutningum á Íslandi. Þessu fylgdi síðan umfjöllun um helstu kenningar og líkön á viðkomandi sviði og
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna
Umsóknarfrestur um lánatryggingu haust 2012 Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka.Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar