Fækkun sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfar sameiningar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í maí sl. eru sveitarfélögin á Vesturlandi nú einungis 10. Sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar heitir nú sveitarfélagið Hvalfjörður. Borgarbyggð þekur allann Borgarfjörð, Borgarfjarðarsveitina, Hvítársíðuhrepp og Kolbeinsstaðahrepp. Og Dalabyggð er sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.

Ásthildur komin aftur til starfa

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ásthildur Sturludóttir sem verið hefur í framhaldsnámi sl. 18 mánuði er nú komin aftur til starfa hjá SSV.

Opinn kynningarfundur

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ifor Flowcx-Williams, forstjóri, Cluster Navigator og alþjóðlegur ráðfjafi, mun halda fyrirlestur um alþjóðavæðingu, samkeppnishæfni og klasa. Ifor mun fjalla um alþjóðleg verkefni á sviði klasa og hvernig einstaklingar, íslenskt atvinnulíf og opinberir aðilar geta nýtt sér alþjóðlegar nýjungar og áherslur á þessu sviði. Ifor hefur m.a unnið fyrir fjölda landa OECD, Alþjóðabankann o.fl. Fundurinn verður haldinn þann 12 maí á Garðakaffi, Byggðasafninu á Görðum, Akranesi. Fundurinn er frá kl 11.00

Tilnefning frumkvöðuls ársins 2005

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskuðu eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi. Mikið af tilnefningum bárust og mun niðurstaða dómnefndarinnar verða kynnt á næstunni

Úthlutun styrkja til menningarstarfs á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Laugardaginn 13. maí mun Menningarráð Vesturlands úthluta styrkjum til menningarstarfs á Vesturlandi. Athöfnin fer fram í húsnæði Landnámsseturs í Borgarnesi að viðstöddum boðsgestum. Viðstödd athöfnina verða Menntmálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson. Styrkhöfum verða á næstu dögum sendar nánari upplýsingar um úthlutunina og afhendingu styrkja.

Veðurathugunarstöðin í Fíflholtum er komin í gagnið

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Að FíflholtumVeðurathugunarstöðin í Fíflholtum er nú komin í gagnið og eru upplýsingar farnar að birtast reglulega á heimasíðu veðurstofunnar. Á meðfylgjandi slóð má sjá sjálfvirkar veðurathuganir sl. vikuna. http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/fiflh/

NORA auglýsir eftir umsóknum um styrki.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nora auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna nokkrum sviðum eins og: Auðlindir sjávar, ferðamál, upplýsingatækni og annað samstarf

Vinnumálastofnun/ Félagasmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Gengur þú með viðskiptahugmynd í maganum ? Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna. Umsóknarfrestur er til 20 mars 2006 og eru til úthlutunar 25 milljónir króna. Upplýsingar veitir Líney Árnadóttir, í síma 455 4200 eða á netfanginu liney.arnadottir@svm.is Sjá nánar : http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnumal-kvenna/styrkir-til-atvinnumala-kvenna/

Veðurathugunarstöð við Fíflholt

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þjónustusamningur milli Veðurstofu Íslands og Sorpurðunar Vesturlands hf. um rekstur veðurstöðvar í Fíflholtum. Sorpurðun Vesturlands hf. og Veðurstofa Íslands hafa gert með sér samning um sameiginlega kostun á uppsetningu og rekstur veðurathugunarstöðvar í Fíflholtum. Veðurstofan sér um rekstur, eftirlit og viðhald sjálfvirkrar veðurathugunarstöðvar við sorpurðunarstöðina í landi Fíflholta og er stefnt að því að hún verði komin í gagnið eigi síðar en 1. mars 2006.

Undirritun menningarsamnings.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á aðalfundi SSV sem haldinn var í Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd 28. október sl. var undirritaður menningarsmaningur milli menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis annars vegar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar. Var um að ræða mikinn gleðidag fyrir sveitarstjórnarmenn og aðstandendur menningarmála því unnið hefur verið að menningarsamningi í nokkur ár.