Úthlutun styrkja til menningarstarfs á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Laugardaginn 13. maí mun Menningarráð Vesturlands úthluta styrkjum til menningarstarfs á Vesturlandi. Athöfnin fer fram í húsnæði Landnámsseturs í Borgarnesi að viðstöddum boðsgestum. Viðstödd athöfnina verða Menntmálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson. Styrkhöfum verða á næstu dögum sendar nánari upplýsingar um úthlutunina og afhendingu styrkja.