Opinn kynningarfundur

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ifor Flowcx-Williams, forstjóri, Cluster Navigator og alþjóðlegur ráðfjafi,

mun halda fyrirlestur um alþjóðavæðingu, samkeppnishæfni og klasa. Ifor mun fjalla um alþjóðleg verkefni á sviði klasa og hvernig einstaklingar, íslenskt atvinnulíf og opinberir aðilar geta nýtt sér alþjóðlegar nýjungar og áherslur á þessu sviði. Ifor hefur m.a unnið fyrir fjölda landa OECD, Alþjóðabankann o.fl.

Fundurinn verður haldinn þann 12 maí á Garðakaffi, Byggðasafninu á Görðum, Akranesi. Fundurinn er frá kl 11.00 – 12.30


Fundurinn er hluti af stefnumörkun stjórnvalda og iðnaðar-og viðskiptaráðherrra Valgerðar Sverrisdóttur, um eflingu byggðakjarna og vaxtasvæða, m.a með uppbyggingu Vaxtarsamninga, er stuðla eiga að aukinni samkeppnishæfni og vexti atvinnulífs og svæða.

Iðnaðar- og viðskiptaráðneyti, nefnd um Vaxtarsamning á Vesturlandi og SSV atvinnuráðgjöf og þróun