Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem taldar eru til vaxtarsprota Íslands. En þrátt fyrir mikinn vöxt í greininni undanfarin áratug hefur það ekki skilað sér sem skildi í auknum hagvexti á landsbyggðinni. Ein leið til að styrkja ferðaþjónustuna og auka hagræn áhrif hennar í sveitum landsins er að efla tengsl og auka samstarf ferðaþjónustu og staðbundinnar matvælaframleiðslu. Markmið málþingsins er að: Vekja athygli á möguleikum sem felast í heimavinnslu
Landsbyggðin lifi – Aðalfundur
Landsbyggðin lifi – LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífasamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðamálum. Aðalfundarboð Aðalfundur Landsbyggðin Lifi verður haldinn laugardaginn 27. október 2012, klukkan 14:00 í Nesi í Reykholtsdal, Borgarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í aðalstjórn eða varastjórn er bent á að hafa samband við
Kynningarfundur um landskipulagsstefnu
Skipulagsstofnun í samvinnu við SSV stendur fyrir kynningarfundi um Landsskipulagsstefnu 2013-2024 á Hótel Hamri, miðvikudaginn 17. október kl. 13-15. Um er að ræða um tveggja klukkustunda fund, þar sem fyrri hlutinn fer í kynningu á landsskipulagsstefnu og í kjölfarið er boðið upp á umræður og svör við fyrirspurnum. Fulltrúar Skipulagsstofnunar verða Stefán Thors, forstjóri Skipulagsstofnunar og Einar Jónsson, verkefnisstjóri.
Vífill Karlsson, doktor í hagfræði
Þann 15. september sl. varði Vífill Karlsson, atvinnuráðgjafi og hagfræðingur SSV doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Hún fjallar um samgöngubætur og búferlaflutninga. Í ritgerðinni segir frá rannsókn á landfræðilegum áhrifum samgöngubóta á búferlaflutninga milli sveitarfélaga. Fyrst var sagt frá íbúaþróun á Íslandi og þróun samgöngukerfisins. Þar á eftir var farið yfir helstu rannsóknir á búferlaflutningum á Íslandi. Þessu fylgdi síðan umfjöllun um helstu kenningar og líkön á viðkomandi sviði og
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna
Umsóknarfrestur um lánatryggingu haust 2012 Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka.Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar
Breytt umhverfi í samstarfi sveitarfélaga.
Fulltrúar aðalfundar ræða samstarf og framtíð sveitarfélaganna á Vesturland.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru, líkt og sambærileg samtök annars staðar á landinu að fá aukið hlutverk og vægi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Þegar hafa verið flutt stór verkefni yfir til sveitarfélaganna þar sem landshlutasamtökin eru í lykilhlutverki, s.s. almenningssamgöngur og þjónusta við fatlað fólk. Einnig er það í höndum landshlutasamtakanna að vinna sóknaráætlun fyrir viðkomandi landshluta, vegna Sóknaráætlunar 20/20 á
Strætó á Vestur og Norðurlandi.
SSV hefur f.h. sveitarfélaganna á Vesturlandi, tekið yfir skipulag og umsjón almenningssamgangna fyrir Vesturland. Ákveðið var að ganga til samninga við Strætó bs. um að annast verkefnið. Sjá nánar frétt á heimasíðu Strætó hér.
Gunnar Sigurðsson formaður SSV.
Í lok aðalfundar SSV, sem lauk í dag, var Gunnar Sigurðsson, sem er bæjarfulltrúi á Akranesi, kjörinn stjórnarformaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Stjórn SSV skipa: aðalmenn varamaður: Björn Bjarki Þorsteinsson Ragnar Frank Kristjánsson Gunnar Sigurðsson Einar Brandsson Hallfreður Vilhjálmsson Halla Steinólfsdóttir Jón Þór Lúðvíksson Kistín Björg Árnadóttir Sigríður Bjarnadóttir Jóhannes Stefánsson Sigurborg Kr. Hannesdóttir Lárus Á Hannesson Ingibjörg Valdimarsdóttir Einar Benediktsson
Aðalfundur SSV, sóknaráætlun og efling sveitarstjórnarstigsins.
Ögmundur Jónasson, ráðherra innanríkismála, á aðalfundi SSV á föstudaginn.Einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga. Nýtt skipulag/nýtt verklag, einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla eru skilaboð ríkisins til landshlutasamtakanna. Samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 22. júní sl. kveður á um fjármuni sem Alþingi ráðstafar hverju sinni af fjárlögum til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála, byggða- og samfélagsþróunar byggi á sóknaráætlun hvers landshluta og renni um einn farveg, á grundvelli samnings, til miðlægs
Aðalfundur SSV.
Aðalfundur SSV verður haldinn n.k. föstudag og laugardag og hefst fundurinn kl. 10. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Stykkishólmi, n.t.t. á Hótel Stykkishólmi Dagskrá fundarins má nálgast hér.