Aðalfundur SSV verður haldinn fimmtudaginn 20. september 2007. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri og hefst hann klukkan 10:00. Dagskrána má nálgast hér Skrifstofa SSV verður lokuð fimmtudaginn 20.september.
Málstofa um atvinnuþróun
Þriðjudaginn 18. september stendur Vaxtarsamningur Vesturlands fyrir málstofu um atvinnuþróun. Aðalræðumaður verður skotinn Calum Davidson, sem er sérfræðingur í þekkingarhagkerfum hjá atvinnuráðgjöf skosku Hálandanna. Málstofan ber yfirskriftina Smart Regions – developing a Knowledge Economy at the Periphery Eins og yfirskriftin ber með sér mun Calum fjalla um hvernig hægt sé að þróa þekkingartengdar atvinnugreinar í dreifbýlum héröðum. Þetta viðfangsefni er sérlega áhugavert fyrir Vesturland, þar sem svæðið er í fararbroddi
Hagvöxtur svæða, ný skýrsla
Byggðastofnun hefur í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnið tölur um hagvöxt í einstökum landshlutum. Í byggðarlegu tilliti er mikilvægt að áreiðanlegar upplýsingar séu til um hagþróun á einstökum svæðum á Íslandi, m.a. til að samanburður við aðrar þjóðir verði auðveldari.
Nýtt! Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vesturlandi hefur nú verið birt hér á síðunni. Þar er fjallað um niðurstöður ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði. Skýrslan var unnin af VGK-Hönnun hf. fyrir verkefnisstjórn og var verkefnisstjóri Teitur Gunnarsson. Skýrsluna má finna HÉR
Vaxtarsamningur Vesturlands auglýsir styrki
Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir til Vaxtarsamnings Vesturlands. Styrkir geta verið vegna stofnunar tengslanets, námskeiðahalds, rannsóknar- eða greiningarvinnu, ráðgjafar eða sameiginlegra verkefna. Ekki er veitt styrkjum til fjárfestingar í fyrirtækjum, reksturs fyrirtækja/stofnana, eða til stofnkostnaðar á búnaði, byggingum eða tækjum.
Yfirlýsing frá stjórn SSV – 9. júlí 2007
Ný skýrsla SSV – þróunar og ráðgjafar leiðir í ljós að efnahagsleg áhrif á Vesturlandi af 30% skerðingu þorskkvóta nema 4,9 milljörðum króna á ári. Þar af nema þau 2 milljörðum í Snæfellsbæ, 1,6 á Akranesi, tæpum milljarði í Grundarfjarðarbæ, 350 milljónum í Stykkishólmi og 4 milljónum í Borgarbyggð. Sjávarútvegur er snar þáttur í atvinnulífi Vesturlands, sérstaklega á Snæfellsnesi þar sem fiskveiðar nema um 40% af þáttatekjum svæðisins og fikvinnslu
Fréttatilkynning frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fimm milljarða staðbundin efnahagsleg áhrif á Vesturlandi vegna þorskaflasamdráttar Áhrifin nema 2 milljörðum í Snæfellsbæ þar sem fiskveiðar og vinnsla standa undir 30 – 40% launa og rekstrarhagnaðar. Staðbundin efnahagsleg áhrif á Vesturlandi af skerðingu þorskafla, sem stjórnvöld tilkynntu í gær, nema um fimm milljörðum króna á ári. Áhrifanna gætir lang mest í Snæfellsbæ þar sem þau eru reiknuð um tveir milljarðar króna árlega en fiskveiðar nema um 40% af
SSV þróun & ráðgjöf og Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Evrópuverkefni
SSV – þróun og ráðgjöf, ásamt Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, tekur þátt Evrópuverkefni sem nefnist Land Life Learning. Auk fulltrúa héðan taka fulltrúar frá sambærilegum stofnunum í fimm öðrum löndum þátt, þ.e. Spáni, Portúgal, Svíþjóð, Noregi og Hollandi.
Nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga 2002 – 2006
Hagstofa Íslands gaf út í janúar sl. Hagtíðindi þar sem var sagt frá nýskráningum hlutafélaga og einkahlutafélaga á árunum 2002 – 2006. Í þeim kemur fram að nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 3.191 á árinu 2006 og fjölgaði nýskráningum um 9% frá árinu 2005. Á Vesturlandi var töluverður samdráttur á tímabilinu en árið 2002 voru 179 nýskráningar í kjördæminu en árið 2006 voru þær 96. Að meðaltali voru 10,4 nýskráð
Frumkvöðladagur haldinn í fyrsta sinn á Vesturlandi
Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands voru afhent í gær, 31.maí í annað sinn en þetta var í fyrsta skipti sem haldinn er Frumkvöðladagur. Titilinn Frumkvöðull Vesturlands árið 2006 fékk All Senses hópurinn sem er hópur ferðaþjónustuaðila sem byggir á þeirri hugmyndafræði að samvinna sé vel framkvæmanleg í samkeppni. Það var Sigríður Finsen, stjórnarformaður SSV sem tilkynnti um úrslitinn en sérstök dómnefnd fór yfir þær tilnefningar sem bárust, og afhentu þeim viðurkenniningarskjöl því til