Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag var sett á vefinn undir „útgáfa“ nýr Hagvísir eftir Vífil Karlsson. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Störf á vegum ríkisins eru færri á Vesturlandi en á höfuðborgarsvæðinu þegar leiðrétt hefur verið fyrir höfðatölu. Þeim fækkaði á Vesturlandi um tæp 30 á milli áranna 2005 og 2013 þrátt fyrir a.m.k. 53,25 ný stöðugildi við nýstofnuð fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins á Vesturlandi á tímabilinu. Þar má nefna tvo nýja framhaldsskóla, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Vör í Snæfellsbæ og ný útibú Fiskistofu og Umferðarstofu. Hagvísinn má sjá hér.