Kjarnafiskur valinn Frumkvöðull Vesturlands 2008

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Verðlaunin Frumkvöðull Vesturlands voru afhent á Frumkvöðladegi sem haldinn var í Menntaskóla Borgarfjarðar 2. apríl s.l. Að þessu sinni var það Kjarnafiskur á Akranesi, fyrirtæki Barkar Jónssonar og Valgerðar S. Sigurðardóttur sem hlaut verðlaunin. Kjarnafiskur hefur á nýliðnum árum sett upp tæknilega fullkomna harðfiskvinnslu og meðal annars verið í samstarfi við Latabæ, fyrirtæki Magnúsar Scheving. Þetta er fjórða árið sem SSV stendur fyrir valinu. Það bárust 17 tilnefningar um fyrirtæki

Frumkvöðladagur Vesturlands fimmtudaginn 2. apríl.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands voru afhent í fyrsta skipti á aðalfundi SSV sem haldinn var í september 2006 og verða þau nú afhent í fjórða sinn á Frumkvöðladegi sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar. Allir eru velkomnir. Dagskráin er hér.

Frumkvöðull ársins 2008 á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2008 á Vesturlandi og skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Tilnefningar berist til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, með tölvupósti á netfangið frumkvodull@ssv.is eða fylla út eyðublað sem finna má hér. Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum.

Ertu kona með góða viðskiptahugmynd?

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vinnumálastofnun og Félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsóknar. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan 1991 og á síðasta ári voru 50 milljónum úthlutað til 56 kvenna um land allt. Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skal verkefnið fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal vera að ræða, annaðhvort nýja vöru/þjónustu eða þróun vöru/þjónustu.

„Íslensk byggðamál á krossgötum“

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar nk. í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum“ og dagskráin er hér.

Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú er til kynningar tillaga að endurskoðaðri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá 34 sveitarfélögum á Suðvesturlandi fyrir tímabilið 2009 – 2020 ásamt umhverfismati áætlunarinnar.

Nýr Hagvísir – Búferlaflutningar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vissir þú að íbúum hefur fjölgað stöðugt á landsbyggðinni eins langt aftur og opinberar tölur ná með fáeinum undantekningum? Vissir þú að skráðum íbúum hefur fjölgað á Borðeyri á undangengnum áratug? Vissir þú að höfuðborgarsvæðið hefur verið að tapa fólki til Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands? Þetta og margt fleira er að finna í nýjum hagvísi sem kom út í lok desember hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. https://ssv.is/Files/Skra_0032562.pdf

Krásir – matur úr héraði

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa kynna nýtt stuðningsverkefni Krásir sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við matartengda ferðaþjónustu, bæði til sjávar og sveita. Verkefnið felst bæði í fræðslu og fjárhagslegum stuðningi, styrkjum til einstaklinga og litilla fyrirtækja til þróunar á matvælum. Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum SSV eða á heimsíðu Impru: www.impra.is

Horfur á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Minnisblað um ástand og horfur á Vesturlandi í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagsmálum Atvinnuráðgjöf Vesturlands var beðin um að legðja mat á stöðuna á svæðinu í kjölfar breyttra efnahagsaðstæðna. Rætt var við alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga á svæðinu og fóru þeir yfir staðreyndir á sínu svæði. Ennfremur var rætt við stjórnendur nokkurra fyrirtækja. Inngangur Almennt má segja að svör viðmælanda hafi markast mjög af óöryggi og óvissu um ástandið. Erlend viðskipti