Menningarstefna Vesturlands – Grundarfjörður

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Undanfarið hafa verið haldnir fundir á Vesturlandi um mótun Menningarstefnu Vesturlands. Um 60 Vestlendingar hafa nú þegar tekið þátt í fundunum og lagt sitt af mörkum til mótunar stefnunnar. Ráðgjafafyrirtækið Envinonice hefur stýrt fundunum og mun vinna tillögu að menningarstefnu úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundunum í samráð við 13 manna stýrihóp verkefnisins.

Síðasti fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu í Grundarfirði mánudaginn 4. april og hefst fundurinn kl.17.30. Snæfellingar eru hvattir til að mæta og leggja sitt af mörkum við mótun Menningarstefnu Vesturlands.