Af aðstæðum fyrirtækja á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrirtæki á Vesturlandi hafa aðgang að hæfu vinnuafli og eru nokkuð viljug að verja fjármunum til endurmenntunar starfsfólks og til rannsóknar og þróunar á vörum og framleiðsluaðferðum. Þá eru þau yfirleitt ánægð með þjónustu og aðgengi að framleiðsluþáttum þar sem þau starfa. Fáein atriði vekja nokkurn ugg. Staða vegakerfisins er ekki góð og fer versnandi að mati fyrirtækjanna. Að nokkru leyti tengist þetta samgöngu- og fjarskiptakerfinu öllu þó svo vegakerfið fái óvenju slæma umsögn. Þá er athyglisvert að sjá stöðu heita vatnsins versna sem ekki er auðvelt að útskýra. Frekari greiningu er að sjá í nýrri Glefsu hér.


Þessi niðurstaða fyrir heita vatnið gæti tengst viðhaldsvinnu á jarðvarmaveitunni í Borgarfirði. Rúmur helmingur dreifbýlis á Vesturlandi er ekki tengdur jarðvarmaveitu og þéttbýli á Snæfellsnesi önnur en Stykkishólmur. Þetta er meðal niðurstaðna fyrirtækjakönnunar sem gerð var í desember 2015 og tóku tæplega 250 fyrirtæki tóku þátt.