Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Í umsóknum skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á rannsókninni, markmiðum hennar, ávinningi, nýnæmi og hvernig hún styður við tilgang sjóðsins. Við mat á umsóknum er meðal annars litið til hvernig verkefnið styður við markmið sjóðsins, vísindalegs- og hagnýts gildis

Stjórnarfundur á Akranesi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn SSV fundaði nýverið á Akranesi. Í kjölfar fundarins var farið í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi stofnunarinnar og helstu áherslur í starfseminni árið 2016. Eftir kynningu Guðjóns voru líflegar umræður um stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi, en auk Guðjóns sátu þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar og Þórir Bergmundsson framkvæmdstjóri lækninga og rekstrar fundinn og tóku þátt í umræðum. Þetta var fróðleg

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á árinu 2015 var úthlutað rúmlega 48 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnaefnastyrkjum á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkjum menningarmála var úthlutað einu sinni á árinu en styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar tvisvar. Sjóðurinn hefur á árinu 2016, 55 milljónir til ráðstöfunar og verður auglýst í næstu viku (viku 4) eftir umsóknum, en umsóknarfrestur mun verða til 15. febrúar. Upplýsingar varðandi umsóknirnar, verklagsreglur og eyðublöð verða þá komin á vefinn.

Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrir frumkvöðlakonur Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2016 lausa til umsóknar. (Sjá auglýsingu hér) Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 400.000. Sérstök áhersla er að styðja við þau verkefni sem eru á frumstigi þróunar og hafa ekki hlotið styrki. Umsóknarfrestur er frá 18.janúar til og með 22.febrúar og skal sækja um rafrænt á

Nýtt útgefið efni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fullt af nýju útgefnu efni var sett á vef SSV í dag. Þar má telja þrjú misserisverkefni frá því í vor, einn hagvísi og eina skýrslu sem unnin var í samstarfi við RHA. Misserisverkefni verkefna fjalla um Dulda búsetu í Borgarfirði, markaðsáætlun fyrir Kraumu, og afstöðu íbúa á Vesturlandi gagnvart menningu á svæðinu. Hagvísirinn fjallar um afkomu og væntingar fyrirtækja á Vesturlandi. Það efni hefur að mestu leyti verið birt

Vesturland á top 10 lista lista leiðsögubókaútgefandans Lonely Planet yfir 10 bestu svæði í heiminum til að heimsækja árið 2016.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ró­lynd­is­legt yf­ir­bragð svæðiðsins, fallegir fossar, gott aðgengi að jöklum, eld­fjöllum og hraun­breiðum ásamt þeirri miklu sögu sem svæðið hefur uppá að bjóða eru atriði sem gera svæðið áhugavert seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá The Lonely Pla­net. Sjá frétt hér.

Haustþing Fenúr

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Haustráðstefna Fenúr verður haldið þriðjudaginn 27. október 2015 í Ölgerðinni, Grjóthálsi 7-11. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hringrás plasts. Nálgast má dagskrá hér.

Ályktanir Haustþings

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ályktanir Haustþings SSV 2015 eru komnar á vefinn undir flipanum Ályktanir aðalfundar. Einnig er hægt að nálgast þær hér.