Úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Vesturlands.

SSVFréttir

„Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin í Dalabúð í Búðardal föstudaginn 7 apríl og hefst dagskrá kl.14.00.   Á hátíðinni verða afhentir styrkir úr Uppbyggingarsjóði, en alls bárust 130 umsóknir um styrki í sjóðinn.  Að þessu sinni verða veittir styrkir að upphæð 38 m.kr. úr sjóðnum.  Sjóðurinn veitir styrki til menningarverkefna, stofn og rekstrarstyrki til menningarmála og styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunar.“

 

Uppbyggingarsjóður Vesturlands tók til starfa árið 2015 þegar Vaxtarsamningur og Menningarsamningur voru sameinaðir í einn sjóð.  Frá stofnun hefur sjóðurinn veitt styrki að upphæð 105 m.kr. til ýmissa verkefna á Vesturlandi.