Heimsókn starfsfólks SSV til Suðurnesja.

SSVFréttir

Föstudaginn 28.apríl s.l. fór starfsfólk SSV í heimsókn á Suðurnesin, m.a. var farið í Keili þar sem Hjálmar Árnason tók á móti okkur og kynnti starfsemi sem þar fer fram, starfsfólk SSS kynnti fyrir okkur starfsemi þeirra og fórum við í Gestastofuna og Byggðasafnið sem er í Duus húsi.  Því næst enduðum við heimsóknina í Reykjanesbæ á að fara á Rokksafnið.

Þaðan fórum við til Grindavíkur  í Kvikuna og fengum kynningu þar á húsinu og bænum og skoðuðum Saltfisksetrið og Guðbergsstofu. Kvöldinu lauk síðan í humri á Stokkseyri.