Sorpurðun Vesturlands – málþing 10. maí. n.k.

SSVFréttir

Sorpurðun Vesturlands stendur fyrir málþingi á Hótel Hamri þann 10. maí n.k. kl. 13.00

Dagskrá.10.05.2017 Málþing Sorpurðunar Vestulands

Markmið með þessari dagskrá er að reifa þau málefni sem urðunarstaðir eru að fást við eins og draga úr urðun lífræns úrgangs.

Lúðvík Gústafsson hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga fer m.a. yfir Evrópuregluverkið sem við vinnum eftir og hvers er að vænta þaðan.

Komið er inn á skráningar á úrgangsmagni hjá sveitarfélögum og svo fáum við reynslusögur þar sem verið er að nýta hliðarafurðir í verðmæt hráefni og minnka þar með urðun lífræns úrgangs.