Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn í Reykholti í Borgarfirði 17. apríl n.k. Fundurinn er opinn öllum sem vinna við og hafa áhuga á ferðaþjónustu. Sjá dagskrá og nánari upplýsingar í auglýsingu sem er hér.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi.
Helgina 27. til 29. apríl fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akranesi í húsnæði Fjölbrautarskólans á Akranesi, en viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Umsjónaraðili verkefnisins er Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Akraneskaupstað. Helsti bakhjarl verkefnisins er Landsbankinn en einnig munu önnur fyrirtæki og einstaklingar á Vesturlandi ljá viðburðinum krafta sína. Sjá www.anh.is
Stofn og rekstrarstyrkir Menningarráðs
Menningarráð Vesturlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.( Styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveiting miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012 Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní. Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní. Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.
Átak til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Opnað verður fyrir umsóknir í Átak til Atvinnusköpunar þann 10. febrúar 2012. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2012. Frekari upplýsingar veita Jóhanna Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi ogGuðmundur Óli Hilmisson verkefnisstjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Frekari upplýsingar í auglýsingu sem er hér og á heimasíðu Nýsköpunarmiðastöðvar Íslands: http://www.nmi.is/impra/utgafa/
Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldið í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, Innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri, Föstudaginn 10. febrúar 2012 í HA klukkan 11:00 til 15:30. Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti á netfangið: arny.g.olafsdottir@irr.is. Dagskrá:
Hefur þú hugmynd? – Styrkir til atvinnumála kvenna
Hefur þú góða viðskiptahugmynd? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2012 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar Viðskiptahugmynd sé vel útfærð Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og
Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands
Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst stóðu fyrir ráðstefnunni „Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands – Háskólar, atvinna og skipulag. Staða og tækifæri“ sem haldin var 17. nóvember s.l. á Hvanneyri. “Ekki borða eða ónáða manneskjurnar” gæti staðið á skilti utan á tankinum; varnaðarorð til hákarlanna sem virða fyrir sér gestina í sjávardýrasafninu. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV flutti erindið „Atvinnulíf og hafnir – fortíð og framtíð“ á ráðstefnunni þar
Aðalfundur SSV haldinn 30. september og 1. október
Aðalfundur SSV var haldinn dagana 30. september og 1. október sl. Fjöldi góðra gesta sótti fundinn og ráðherrarnir Jón Bjarnason og Guðbjartur Hannesson ávörpuðu fundinn. Málin sem voru hvað fyrirferðamest að þessu sinni voru kynningar á starfsemi sóknaráætlunar 20/20 og almenningssamgöngur. Hvað varðar almenningssamgöngur er það almennur vilji Vegagerðarinnar að landshlutasamtökin yfirtaki almenningssamgöngur á sínum svæðum. Landshlutasamtökin myndu þá taka yfir samninga sem Vegagerðin hefur við verktaka, sjá um útboð