Haustþing SSV á morgun

VífillFréttir

Haustþing SSV 2017 verður haldið í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi miðvikudaginn 11. október n.k.  Dagskrá hefst kl.09.30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl.17.30.

Þema þings verða húsnæðismál.

Seturétt á haustþingi SSV eiga fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi sem kosnir eru fulltrúar á aðalfund SSV. Nánar er kveðið á um kjör fulltrúa á aðalfund í 5. gr. laga SSV.  Á fundinum verða lagðar fram fjárhags- og starfsáætlanir fyrir SSV árið 2018.

Dagskráin hér: