Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum

SSVFréttir

Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum

 

Sorpurðun Vesturlands hf. auglýsir eftir starfsmanni í Fíflholt.

Starfið felst í almennri vinnu, ásamt vélavinnu á urðunarstaðnum sem er staðsettur í Fíflholtum á Mýrum.

Vinnutími frá kl. 8 – 17

Óskað er eftir liprum og duglegum einstaklingi sem þarf að geta unnið sjálfstætt.

Starfsmaðurinn þarf að hafa vinnuvélaréttindi.

Hvenær viðkomandi hefur störf fer eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri, Hrefna B Jónsdóttir í síma 863-7364.

Umsóknir sendist til Sorpurðunar Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi eða á netfangið hrefna@ssv.is  fyrir 22. september n.k.