Vinnumálastofnun/félagsmálaráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2022 lausa til umsóknar! (English below ) Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu. Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi. Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar. Viðskiptahugmynd sé vel útfærð. Veittir eru styrkir …
NORA auglýsir verkefnastyrki 2022, fyrri úthlutun
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja og/eða strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2022. Í ár skulu umsóknir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og …
Opinn kynningarfundur starfshóps um öldrunarmál á Vesturlandi
Starfshópur um öldrunarmál á Vesturlandi var skipaður árið 2020 og er verkefnið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Í Velferðarstefnu Vesturlands, sem var samþykkt árið 2019 er sett fram sem aðgerð að starfshópur skipaður fulltrúum frá sveitarfélögunum, Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands og dvalar- og hjúkrunarheimilum í landshlutanum sé settur á laggirnar. Hlutverk starfshópsins er að kanna stöðu mála er varðar öldrunarþjónustu á Vesturlandi …
Stjórn SSV lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu innviða á Fellsströnd, Skarðsströnd og í Saurbæ í Dalabyggð
Á síðasta fundi stjórnar SSV var rætt um rafmagnsleysi, símasambandsleysi og slæmt ástand vega á Fellsströnd, Skarðsströnd og í Saurbæ í Dalabyggð. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn SSV eftirfarandi bókun; „Stjórn SSV lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu innviða á Fellsströnd, Skarðsströnd og í Saurbæ í Dalabyggð. Nauðsynlegt er að stjórnvöld ráðist hið fyrsta í endurbætur á raflínum á svæðinu …
Stjórn SSV ályktar um framkvæmd Sundabrautar
Stjórn SSV ræddi á síðasta fundi sínum nýja skýrslu um félagshagfræðilega greiningu á arðsemi Sundabrautar sem vinnuhópur um Sundabraut lét gera. Í kjölfar umræðu bókaði stjórn: „Starfshópur um Sundabraut hefur skilað innviðaráðherra og borgarstjóra félagshagfræðilegri greiningu á samfélagslegri arðsemi Sundabrautar. Þar kemur skýrt fram að Sundabraut er samfélagslega mjög arðbær framkvæmd og er arðsemi áætluðu um 200 milljarða. Mestur ábati …
Nýsköpunarsjóður námsmanna auglýsir eftir umsóknum
Kynnið ykkur máið á Nýsköpunarsjóður námsmanna
Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar tæplega 48 milljónum
Í dag 14. janúar voru veittir 95 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 47.580.000 króna. Þetta er áttunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Í ár var úthlutunarhátíðin rafræn og send út á youtube rás …
Dagur landsbyggðafyrirtækja – #ruralbusiness day
Digi2Market verkefnið stendur fyrir #ruralbusiness samfélagsmiðladegi þann 19. janúar 2022. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem eiga stóran þátt í að styðja við og byggja upp samfélögin í hinum dreifðari byggðum. Við viljum ná eins mörgum með og við mögulega getum á Íslandi, Írlandi, Finnlandi, um alla Evrópu og víðar til …
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi. Ratsjáin verður keyrð með blönduðu sniði af rafrænni fræðslu, vinnustofum og verkefnalotum. Allir landshlutar munu eiga …