Bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi funda með SSV

SSVFréttir

Efri röð: Björn Bjarki Þorsteinsson, Andrea Ýr Arnarsdóttir, Jón Eiríkur Einarsson, Páll Snævar Brynjarsson, Sævar Freyr Þráinsson, Jakob Jakobsson, Björg Ágústsdóttir Neðri röð: Sigurbjörg Ottesen, Stefán Broddi Guðjónsson

 

Bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi ásamt nokkrum oddvitum af svæðinu og framkvæmdastjóra SSV funduðu í Borgarnesi mánudaginn 14. nóvember s.l..  Á fundinum var komið inn á ýmis málefni, s.s. almannavarnir, samstarf slökkviliða, stafræna þróun í sveitarfélögunum, eflingu öldrunarþjónustu, stofnun safnaklasa, almenningssamgöngur, samgöngumál og innviði.  Að fundi loknum sótti hópurinn ráðstefnu Sorpurðunar Vesturlands um úrgangsmál sem fór fram á Hótel Hamri.