Heima Skaginn 2022 fer fram um helgina

SSVFréttir

Elfa og Pálmi frá Akranesi opna heimili sitt fyrir tónlistinni, en þar stíga á stokk Guðrún Árný annars vegar og Guðrún Gunnarsdóttir hinsvegar nú á laugardaginn.

 

Nú um helgina fer fram tómnlistarhátíðin Heima Skaginn á Akranesi og er þetta í þriðja skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðin gengur út á að landsþekkt tónlistarfólk heldur tónleika á óhefðbundnum stöðum víðs vegar um bæinn. Í staðin fyrir að blása til tónleika í tónleikahöllum eða samkomuhúsum er sviðið helst heimili fólks eða vinnustaður.

Á hátíðinni í ár koma fram tíu tónlistarmenn á alls 19 viðburðum. Það tónlistarfólk sem stígur á stokk hefur gert garðinn frægan bæði innanlands og utan. Þau eru Lay Low, Una Torfa, Vintage Caravan, Júníus Meyvant, Guðrún Gunnarsdóttir, Djäss, Tíbrá, Guðrún Árný, Hörður Torfa og Herbert Guðmundsson. Viðburðurinn er hluti af Vökudögum sem er menningarhátíð Skagamanna og er tónlistarhátíðin styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Miðasala fer fram á Tix.is.

Viðburðurinn á Facebook