Páll Brynjarsson kemur til starfa

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Páll Brynjarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSV. Hann mun hefja störf þann 2. september n.k. Páll er boðinn velkominn til starfa hjá SSV en hann var valinn úr hópi 19 umsækjenda. Páll var áður sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Smásöluverslanir í Borgarnesi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýlega kynnti Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi niðurstöður skoðunarkönnunar sem unnin var með nemendum og Bjarna Þór Traustasyni kennara við Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalmarkmið könnunarinnar var að kanna hvað viðskiptavinir sem búa utan Borgarbyggðar versla mikið við smásöluverslanir í Borgarnesi. Í svæðahagfræðilegu tilliti segir það að hvað miklu leyti smásöluverslun í Borgarnesi er útflutningsfyrirtæki sveitarfélagsins. Þess utan var hægt að greina ýmsa áhrifaþætti á kauphegðun viðskiptavinanna.

Íbúa- og fyrirtækjakönnun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stutt kynning á niðurstöðum íbúa- og fyrirtækjakönnunar SSV árið 2013 fór fram á auka-aðalfundi SSV sl. föstudag. Hér er glærurnar að finna.

Atvinnusýning – fyrirtækjakönnun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stutt kynning á niðurstöðum fyrirtækjakönnunar SSV árið 2013 á atvinnusýningu í Borgarnesi fyrr í vetur. Glærurnar má nálgast hér.

FRÉTTIR

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Hér fyrir neðan eru fréttir frá SSV.

Rétt rúmlega þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur tekjur af menningu og listum

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Rétt rúmlega þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur tekjur af menningu og listum. Um 5% fyrirtækja hafa tekjur menningu og listum að öllu eða miklu leyti. Tæp 30% fyrirtækja hafa tekjur að nokkru eða litlu leyti af menningu og listum en 65% fyrirtækja hafa engar tekjur af þeirri starfsemi. Önnur framleiðsla, mannvirkjagerð, verslun, gisti- og veitingarekstur, upplýsingatækni voru marktækt frekar á þeirri skoðun að þeir hefðu tekjur af menningum og listum.

Afstaða vestlenskra fyrirtækja gagnvart Evrópusambandinu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi töldu aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefði jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi þeirra í skoðanakönnun sem lögð var fyrir í nóvember 2013. Það eru töluvert fleiri fyrirtæki en þau sem telja aðild hefði neikvæð áhrif þar sem einungis 16% voru á þeirri skoðun. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart þar sem sjávarútvegur er sterkur á Vesturlandi og bændur all nokkrir – en andstaða við aðild hefur verið

Framkvæmdasjóður ferðamanna auglýsir eftir umsóknum um styrki

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014. Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Verkefnið

Fyrirtæki á Vesturlandi ráða fólk

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Vesturlandi telja að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuðum. Um 65% fyrirtækja sjá fyrir sér óbreyttan fjölda starfsmanna en tæplega 10% sjá fyrir sér fækkun starfsmanna, þar af eru innan við 2% fyrirtækja sem gera ráð fyrir að starfsmönnum eigi eftir að fækka mikið. Sjá alla frétt hér.