Nýtt útgefið efni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fullt af nýju útgefnu efni var sett á vef SSV í dag. Þar má telja þrjú misserisverkefni frá því í vor, einn hagvísi og eina skýrslu sem unnin var í samstarfi við RHA. Misserisverkefni verkefna fjalla um Dulda búsetu í Borgarfirði, markaðsáætlun fyrir Kraumu, og afstöðu íbúa á Vesturlandi gagnvart menningu á svæðinu. Hagvísirinn fjallar um afkomu og væntingar fyrirtækja á Vesturlandi. Það efni hefur að mestu leyti verið birt áður í Glefsum SSV. Skýrslan sem unnin var með RHA fjallar um sauðfjárrækt á Íslandi. Efnið er að finna undir útgáfu og skýrslur og verkefni í samstarfi við aðra.