AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum. Markmið sjóðsins er að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjá auglýsingu hér.

Norðurslóðaáætlunin (NPA) Styrkumsóknir

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

NPA: Umsóknarfrestur til 30. nóvember 2015 Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3. Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum, hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa. 4. Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri

Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag kom út hagvísir um störf á vegum ríkisins á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem byggir á talningu sem framkvæmd var síðast 2013. Í niðurstöðum segir eftirfarandi um störf á vegum ríkisins á Vesturlandi: Voru 818,56 veturinn 2015. Voru þá færri á hvern íbúa á Vesturlandi en á höfuðborgarsvæðinu. Fækkaði um 22,69 (2,7%) á Vesturlandi á milli áranna 2013 og 2015 og um 2 ef þetta er

Þingmenn Norðvesturkjördæmis til fundar við fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu í gær með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi. Á fundinum var farið yfir helstu áherslur sveitarfélaganna varðandi þjónustu ríkisins og þau verkefni sem fjármögnuðu eru af ríkinu. Umræðan snérist um heilbrigðis- og öldrunarmál, málefni framhalds- og háskóla, löggæslu, samgöngubætur, fjarskipti, málefni fatlaðra, almenningssamgöngur, lífeyrisskuldbindingar, ferðaþjónustu, sóknaráætlun, fjármál sveitarfélaga og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga svo fátt eitt sé nefnt. Alls tóku um 30 sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi þátt í fundinum

Haustþing SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Dagskrá haustþings SSV sem haldið verður 7. október 2015 er hér.

Verkefni um sveitarstjórnarkerfi og sveitarstjórnarmál Vestur-Norðurlanda lokið

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Rannsóknarverkefninu West Nordic Municipal Structure. Challenges to service effectiveness, local democracy and adaptation capacityog sem stjórnað hefur verið frá Háskólanum á Akureyri er nú lokið. Verkefnið sem hefur verið styrkt af Arctic Cooperation Programme 2012-2014 var unnið af þeim Grétari Þór Eyþórssyni prófessor við HA og Vífli Karlssyni dósent við HA og ráðgjafa við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi. Samstarfsmaður þeirra var Erik Gløersen yfirráðgjafi hjá Spatial Foresight Gmbh í Luxemburg

Átak til atvinnusköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Atvinnuvega- og nýsköðunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninun Átak til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Sjá auglýsingu hér.

Smásöluverslun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag kom út skýrsla um smásöluverslun á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem byggir á viðtölum tekin í lok febrúar 2015. Hún var unnin með nemendum og tölfræðikennurum Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) og Fjölbrautarskóla Snæfellinga (FSN). Aðalmarkmið könnunarinnar var að kanna búsetu viðskiptavina smásöluverslunar á Vesturlandi. Í svæðahagfræðilegu tilliti segir það að hvað miklu leyti smásöluverslun í Borgarnesi er útflutningsfyrirtæki sveitarfélagsins auk vægis ferðaþjónustu í verslun á svæðinu. Þess

Sumarlokun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð frá 27. júlí fram til 10. ágúst vegna sumarleyfa.

Bjartsýni meðal fyrirtækja á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrirtæki á Vesturlandi eru bjartsýn samkvæmt könnun sem gerð var fyrir um rúmu hálfu ári síðan. Meirihluti fyrirtækja ætlar að ráðast í fjárfestingar og bæta við sig starfsfólki. Þá telja flest þeirra afkomu sína batna á milli ára sem og aðstæður í efnahagslífinu almennt. Þetta og fleira kemur fram í nýrri Glefsu sem gefin var út í dag á vef SSV (hlekkur hér)