Vesturland í þættinum Landsbyggðir á N4

SSVFréttir

Í nýjasta þætti þáttaraðarinnar Landsbyggðir á N4 er viðtal við Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV þar sem Karl Eskill Pálsson fréttamaður ræðir við hann um verkefni landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sóknaráætlun Vesturlands og almennt um stöðu sveitarfélaga á Vesturlandi.  Einnig er í þættinum viðtöl við frumkvöðla á Vesturlandi sem áður hafa birst í þættinum Að vestan.  Eins og áður segir er þátturinn …

Svala Svavarsdóttir ráðin verkefnisstjóri hjá SSV

SSVFréttir

Svala Svavarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri hjá SSV, en verkefnisstjóri mun hafa umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, fjármálum og upplýsingamál SSV.  Hún var valin úr hópi fjórtán umsækjanda um starfið, en Hagvangur hélt utan um ráðningarferlið fyrir SSV.  Svala er búsett í Búðardal og er viðskiptafræðingur að mennt.  Hún starfaði lengi hjá Arion-banka í Búðardal, fyrst sem fjármálaráðgjafi og síðar sem …

Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúruvernd farið saman ?

SSVFréttir

Opnað hefur verið fyrir skráningar á byggðaráðstefnu sem ber yfirskriftina „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?“. Ráðstefnan mun fara fram í Stykkishólmi dagana 16 og 17 október n.k. Í viðhengi með þessari frétt eru frekari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald. Byggðaráðstefna 2018

Starfshópur á vegum Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins.

SSVFréttir

Rakel Óskarsdóttir formaður SSV hefur verið skipuð í starfshóp á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um hlutverk og stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga.  Í hópnum eru fimm fulltrúar, tveir fulltrúanna eru tilnefndir af ráðuneytinu, tveir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og loks er Rakel tilnefnd af landshlutasamtökum sveitarfélaga. Megin hlutverk hópsins er að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga og skilgreina hlutverk þeirra og stöðu gagnvart …

Áfangastaðaáætlun Vesturlands fer vel af stað.

SSVFréttir

Vinna við Áfangastaðaáætlun ferðamála á Vesturlandi (ÁFÁ Vest.) er nú farin að skila árangri við framþróun ferðamála á Vesturlandi. Búið er að skila inn til Ferðamálastofu (FMS) sóknaráætlun ferðamála þ.e. niðurstöðum úr áætlunarvinnunni, framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Áfangastaða-áætlunar ferðamála á Vesturlandi 2018-2020. Það var þó gert með fyrirvara um að eftir væri að kynna þessa vinnu og niðurstöður áætlunarinnar fyrir nýjum …

Byggðaráðstefnan 2018

SSVFréttir

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi.  Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?   Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, …

Símakerfið niðri

SSVFréttir

Vegna bilunnar í simakerfi í Borgarnesi liggur allt síma og netkerfi niðri, ekki er vitað hvað þetta verður lengi.