Farandmarkaður á Vesturlandi helgina 13. – 14. nóvember!

SSVFréttir

Matarmarkaðurinn kemur heim í hérað!

Matarhátíð á Hvanneyri sem halda átti næstkomandi laugardag hefur verið frestað vegna aðstæðna í samfélaginu. Hátíðin verður haldin síðar og verða þá viðurkenningar fyrir Askinn veittar.

Í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi hefur verið ákveðið að keyra af stað matarlest um Vesturland og færa þannig matarmarkaðinn heim í hérað til íbúa! Bíllinn verður hlaðinn varningi frá vestlenskum matarframleiðendum en allt eru þetta vörur sem koma beint frá býli og bát.

Lestin mun ganga um Vesturland alla helgina. Ferðin hefst á Hellissandi á laugardaginn og ferður þá farið um Snæfellsnes. Á sunnudaginn mun matarlestinn hefja daginn í Búðardal og þræðir síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi.

Sjá má kynningar á öllum þeim framleiðendum sem taka þátt í Farandmarkaði og nálgast allar frekar upplýsinga um tímasetningar og staðsetningar á vefsíðu matarhátíðar – matarhatid.is