Nýr hagvísir: Vestlendingar auka sókn sína í nám á framhaldsskólastigi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýr hagvísir kom út á dögunum. Í honum spurt hvort Vestlendingar séu viljugri til að hefja framhaldsnám strax að loknum grunnskóla eftir að framhaldsskóli tók til starfa á Snæfellsnesi. Hagvísinn má nálgast hér eða undir liðnum hagvísar hér til vinstri.


Til grundvallar liggja tölur Hagstofu Íslands yfir framhaldsskólasókn 16 ára Vestlendinga á árunum 1996-2005. Tölurnar benda til að svarið sé jákvætt. Ýmislegt annað kemur fram í hagvísinum. Þar má nefna og hversu margir og hvar á landinu 16 ára Vestlendingar stunda framhaldsnám . þessar upplýsingar eru brotnar upp eftir sveitarfélögum á Vesturlandi.