Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands árið 2005

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Frumkvöðlaverðlun Vesturlands voru veitt í fyrsta skipti á aðalfundi SSV þann 15.september síðastliðinn, og var það Sparisjóður Mýrarsýslu sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Tilgangurinn með verðlaununum er að örva frumkvöðlastarf á Vesturlandi með því að veita einstaklingi/aðila eða fyrirtæki viðurkenningu fyrir frumkvöðlaframtak á Vesturlandi á sviði atvinnumála.


Auglýst var eftir tilnefningum og bárust 10 tilnefningar. Í nefnd sem vann tilnefningu að Frumkvöðli Vesturlands 2005 voru stjórnarmenn SSV, þau Jón Gunnlaugsson, Ólína Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Eyjólfsson. Auk þeirra komu að úrvinnslu Bernhard Bernhardsson frá Háskólanum á Bifröst og starfsmenn SSV þróun og ráðgjöf.

Frumkvöðlaverðlun Vesturlands fyrir árið 2005 hlaut Sparisjóður Mýrarsýslu. Rök nefndarinnar voru þau að Sparisjóður Mýrarsýslu hefur verið öflugur bakhjarl atvinnulífs á svæðinu og stutt dyggilega við nýsköpun í atvinnulífinu. Þar að auki hefur Sparisjóður Mýrarsýslu verið öflugt hreyfiafl í umbreytingum og nýrri hugsun í fyrirtækjum á Vesturlandi, og sjálfir hafa þeir verið frumkvöðlar í breytingum á eignarhaldi Sparisjóða á landinu.

Helga Halldórsdóttir stjórnarformaður SSV afhenti fulltrúa Sparisjóðs Mýrarsýslu viðurkenningu, og var það Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri sem tók við verðlaununum fyrir hönd Sparisjóðsins.