Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst stóðu fyrir ráðstefnunni „Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands – Háskólar, atvinna og skipulag. Staða og tækifæri“ sem haldin var 17. nóvember s.l. á Hvanneyri.

“Ekki borða eða ónáða manneskjurnar” gæti staðið á skilti utan á tankinum; varnaðarorð til hákarlanna sem virða fyrir sér gestina í sjávardýrasafninu.

Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV flutti erindið „Atvinnulíf og hafnir – fortíð og framtíð“ á ráðstefnunni þar sem hann skoðaði sögu hafna og fór yfir þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki þeirra á Vesturlandi allt frá landnámi og fram á okkar daga. Hann horfði einnig til framtíðar þar sem hann taldi að vægi ferðaþjónustu við hafnir ætti eftir að aukast. Kom hann með nokkrar skemmtilegar hugmyndir um starfsemi sem hægt væri að tengja höfnum m.a. gamla hugmynd um opið sjávardýrasafn.

Glærur Vífils er hægt að sjá hér.


Jón Torfi Jónasson, prófessor og forseti Menntavísindasvið HÍ flutti erindi um háskóla framtíðarinnar, Jón Ólafsson aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst fjallaði um stefnumótun háskóla í ljósi sögu og nærumhverfis og Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og dósent við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ flutti erindið „Felast tækifæri í nálægð við háskóla?

Preben Skårup, landslagarkitekt hélt erindi um sérstöðu lítilla samfélaga. Preben rekur teiknistofu í Árósum í Danmörku og einnig kennt við Arkitektaháskólann í Árósum.

Helena Guttormsdóttir, myndlistarmaður og aðjúnkt LbhÍ og Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur og stundarkennari LbhÍ fluttu erindið „Glöggt er gests augað. Staðarandi þéttbýlisstaða á Vesturlandi“

Slóð á frétt á heimasíðu Landbúnaðarháskólans er hér.