Nýsköpun í skólastarfi – Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar

SSVFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar blæs til ráðstefnunnar „Nýsköpun í skólastarfi“ þann 17. Apríl næstkomandi. Ráðstefnan er hluti af skólaþróunarverkefni skólans sem hefur verið í gangi um nokkur skeið með góðum árangri, og hlaut skólinn viðurkenningu íslensku menntaverðlaunanna fyrir vikið.

Ráðstefnan er með áherslu á STEM og STEAM námskerfið og kennslu innan þess og skapast því einstakt tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér út á hvað kerfið gengur og kynnast því af eigin raun. Tilgangurinn er að efla umræðu og vitund um nýjar áherslur og spennandi tækifæri í námi og kennslu á öllum skólastigum.

Fram fara áhugaverðar kynningar og vinnustofur, og mun Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra ávarpa ráðstefnuna. Nánari upplýsingar og dagskrá dagsins má nálgast hér en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku og er það gert hér.

Sú vinna sem unnin hefur verið í Menntaskóla Borgarfjarðar í skólaþróunarverkefninu er að hluta samstarfsverkefni SSV og Sóknaráætlnnar Vesturlands. Verkefnið hófst formlega með ráðstefnunni „Menntun fyrir störf framtíðarinnar“ sem fór fram í streymi vegna samfélagsaðstæðna þá. Áhugasamir geta rifjað upp ráðstefnuna hér.