Frumkvæðissjóður DalaAuðs úthlutar rúmlega 18 milljónum

SSVFréttir

Miðvikudaginn 17. apríl var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin í Árbliki í Dalabyggð.

DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Þetta er þriðja úthlutun úr Frumkvæðissjóði Dalauðs.

Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Frestur til að sækja um í sjóðinn rann út 29. febrúar 2024 en alls bárust 21 umsókn í ár. Til úthlutunar voru 18.350.000 kr og er það töluverð hækkun frá síðasta ári en þá voru rúmar 12 milljónir til úthlutunar.

Fjölbreytt flóra verkefna fengu styrk að þessu sinni og er bæði um að ræða samfélagsverkefni og atvinnuskapandi verkefni. Það verður spennandi að fylgjast með verkefnunum glæðast lífi næsta árið.

Eftirtalin verkefni fengu styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið 2024:

Er líða fer að jólum

  • Alexandra Rut Jónsdóttir
  • Úthlutað: 300.000

 Leifur árið 970

  • Rain Adriann Mason
  • Úthlutað: 300.000

 Vetrarstarf 2024-2025

  • Sögufélag Dalamanna og Kruss ehf
  • Úthlutað: 310.000

 Hljómbrot

  • Sigurbjörg Kristínardóttir og Kristín Guðrún Ólafsdóttir
  • Úthlutað: 310.000 

 Tindar og Ránargil – stikun og vegvísir

  • Jóhanna Sigrún Árnadóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Úthlutað: 465.000.-

 Fjársjóðir Fellsstrandar

  • La Dolce Vita ehf
  • Úthlutað: 600.000   

Listviðburðir í Dalíu

  • D9 ehf
  • Úthlutað: 600.000

 Hvað er að gerast undir yfirborðinu

  • Hvammsskel ehf
  • Úthlutað: 630.000

Matur er mannsins megin

  • Jón Egill Jóhannsson
  • Úthlutað: 750.000

 Hátæknirækt

  • Skoravík ehf
  • Úthlutað: 900.000

 Aðgengi skóga í Dalabyggð

  • Skógræktarfélag Dalasýslu
  • Úthlutað: 1.000.000

 Uppsetning á leikverki

  • Leikklúbbur Laxdæla
  • Úthlutað: 1.000.000

 Fræhöll í Búðardal

  • Dalirnir heilla ehf
  • Úthlutað: 1.000.000

 Markaðssetning á Urði Ullarvinnslu

  • Rauðbarði ehf
  • Úthlutað: 1.410.000

Fagradals – afurðir

  • Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir
  • Úthlutað: 1.800.000

 Dagverðarneskirkja – áfangastaður utan alfaraleiðar

  • Bára Sigurðardóttir 
  • Úthlutað: 2.200.000

Dalahvítlaukur

  • Svarthamar Vestur ehf
  • Úthlutað: 2.300.000

Jólasveinarnir eru úr Dölunum

  • Kruss ehf
  • Úthlutað: 2.500.000