Stjórnarfundur SSV ályktar

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Stjórnarfundur SSV sem haldinn var 18. júní sl. samþykkti eftirfarandi ályktun:“Af gefnu tilefni samþykkir stjórn SSV eftirfarandi. Stjórn SSV lítur þannig á að kostnaður vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu falli alfarið á ríkissjóð. Benda má á í þessu sambandi ályktun fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í apríl 2004 sem telur óásættanlegt að fjármagn fylgi ekki stjórnvaldsákvörðunum sem leiða til kostnaðarauka fyrir sveitarfélög.”

Nýr vefur fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Upplýsinga og kynningarmiðstöð Vesturlands (UKV) hefur opnað nýjan upplýsingavef þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um ferðaþjónustu á Vesturlandi. Slóðin er www.west.is

Styrkjamöguleikar

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Nú hafa verið auglýstir styrkir frá Kvennasjóðnum og til frumkvöðla frá Impru. Lesa má nánar um þessa styrki hér á heimasíðunni undir Auglýstir styrkir.

Haustfundur FENÚR á Austurlandi.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Föstudaginn 14. nóvember sl. var haldinn haustfundur FENÚR á Egilsstöðum. Í tengslum við fundinn var farin skoðunarferð til Kárahnjúka þar sem fundarmenn fengu leiðsögn um svæðið. Þrír fulltrúar frá Sorpurðun Vesturlands hf. sóttu fundinn en á meðfylgjandi mynd má sjá þá Guðbrand Brynjúlfsson, formann stjórnar, og Guðna Hallgrímsson á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka.

Svæðisútvarp /-stöð á Vesturlandi.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Á aðalfundi Samtaka svetiarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var í Ólafsvík 10. október sl. var samþykkt ályktun þar sem því er beint til stjórnvalda að komið verði á fót svæðisútvarpi eða svæðisstöð fyrir Vesturlandi. Svæðisútvörp starfa nú í öllum landsfjórðungum, utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, Það telst því brýnt að tryggja hlut Vesturlands í umfjöllun ríkisfjölmiðla.

Menningarsamningur á Vesturlandi ?

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þrátt fyrir viðræður fulltrúa SSV og menntamálaráðuneytisins þá hefur ekki náðst menningarsamningur við ráðunetyið. Er þetta boðleg staða spyrja heimamenn sig? Hefur þessi staða víðtækari sálræn áhrif en við gerum okkur grein fyrir? Hvers vegna er Vesturland orðinn eini landshlutinn, utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, sem ekki hefur svæðis- útvarp/stöð í sínum landshluta?

Skrefi framar á Vesturlandi.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Skrefi framar á Vesturlandi hefur það að markmiði að styðja 5 fyrirtæki á Akranesi og Borgarnesi í öllum atvinnugreinum til að afla sér ráðgjafar og byggja upp þekkingu til að auka veltu og arðsemi.

Aðalfundur SSV.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn í Félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ föstudaginn 10. október og hefst fundurinn kl. 10. Dagskrá fundarins liggur nú fyrir.

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn í félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ föstudaginn 10. október n.k. og hefst kl. 10. Unnið er að gerð dagskrár og mun hún verða birt hér á heimasíðu SSV áður en langt um líður.

Nýr vefur

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu á næstu dögum opna nýjan vef. Fyrirtækið Nepal, vefumsjón hefur hannað útlit vefsins og er unnið að því að vinna efni inn á vefinn og leggja lokahönd á hönnun hans.