Starfshópur á vegum Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins.

SSVFréttir

Rakel Óskarsdóttir formaður SSV hefur verið skipuð í starfshóp á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um hlutverk og stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga.  Í hópnum eru fimm fulltrúar, tveir fulltrúanna eru tilnefndir af ráðuneytinu, tveir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og loks er Rakel tilnefnd af landshlutasamtökum sveitarfélaga.

Megin hlutverk hópsins er að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga og skilgreina hlutverk þeirra og stöðu gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.  Jafnframt er hópnum ætlað að gera tillögur um, hvernig styrkja megi svæðisbundna samvinnu innan landshluta, svo að sveitarfélög verði betur í stakk búin til að taka við fleiri verkefnum og tryggja aðgang íbúa um land allt að nauðsynlegri og lögbundinni þjónustu.

Skipan þessa starfshóps er hluti af samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar.

Rakel Óskarsdóttir.