Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi.

SSVFréttir

Föstudaginn 7 september s.l. stóð Samband íslenskra sveitarfélag fyrir námskeiði fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi. Yfirskrift námskeiðsins var „Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn“. Um 40 sveitarstjórnarfulltrúar tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir allan daginn. Stjórnandi námskeiðsins var Svanfríður Jónasdóttir ráðgjafi hjá Ráðrík og f.v. bæjarstjóri, en auk hennar voru þeir Tryggvi Þórhallsson og Sigurður Snævarr starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

SSV sá um undirbúning námskeiðsins í samráði við Samband íslenskra sveitarfélag.