Svala Svavarsdóttir ráðin verkefnisstjóri hjá SSV

SSVFréttir

Svala Svavarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri hjá SSV, en verkefnisstjóri mun hafa umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, fjármálum og upplýsingamál SSV.  Hún var valin úr hópi fjórtán umsækjanda um starfið, en Hagvangur hélt utan um ráðningarferlið fyrir SSV.  Svala er búsett í Búðardal og er viðskiptafræðingur að mennt.  Hún starfaði lengi hjá Arion-banka í Búðardal, fyrst sem fjármálaráðgjafi og síðar sem þjónustustjóri.  Svala hefur undanfarin tvö ár rekið eigin bókhaldsþjónustu, auk þess að vera með ferðaþjónustu.  Hún mun hefja störf í byrjun september.