Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vesturlands rennur út í kvöld 23. september, á miðnætti. Hægt er að sækja um styrki fyrir atvinnu- og nýsköpunarverkefni. Nánar
Haustþing SSV verður haldið 25. september
Haustþing SSV verður haldið að Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 25. september n.k.Hér má nálgast dagskrá þingsins: Dagskrá
Vinnustofa í velferðartækni
Norræna velferðarmiðstöðin verður með vinnustofu í velferðartækni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Félagsmálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið þann 20 september n.k. Í þessari vinnustofu verða kynnt verkefni á sviði fjarþjónustu sveitarfélaga (Distance spanning solutions in municipalities). Vinnustofan, sem fer fram á ensku, er ætluð stjórnendum velferðarþjónustu í sveitarfélögum, starfsmönnum sem hafa umsjón með stuðningsþjónustu og þróun úrræða, sveitarstjórnarmönnum og öðrum áhugasömum …
Stjórn SSV tekur undir áskorun um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar
Á 147. fundi stjórnar SSV kynntu fulltrúar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar kynntu áskorun sem samþykkt var 27. ágúst af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi orkukræfan iðnað. Stjórn SSV ræddi áðurnefnda áskorun og tók heilshugar undir það sem þar segir. Stjórn bókaði eftirfarandi: Stjórn SSV tekur heilshugar undir áskorun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs …
Stjórn SSV skorar á Vegagerðina
Á 147. fundi stjórnar SSV var rætt um þær breytingar sem framundan eru á umsjón með rekstri almenningssamgangna á milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Nú liggur fyrir að SSV mun láta af umsjón með verkefninu og mun Vegagerðin taka yfir frá og með 1. janúar 2020. Stjórn bókaði eftirfarandi um málið: Stjórn SSV tekur undir afstöðu fulltrúa landshlutasamtaka í viðræðum um …
SSV óskar eftir að ráða verkefnastjóra
VerkefnastjóriSamtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða verkefnastjóra. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi.Starfssvið: • Ráðgjöf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög varðandi menningarmál •Umsjón með styrkveitingum Uppbyggingarsjóðs Vesturlands til menningarverkefna •Vinna við áhersluverkefni sóknaráætlunar Vesturlands og önnur byggðaþróunarverkefni •Eftirfylgni með velferðarstefnu Vesturlands Menntunar- og hæfniskröfur: •Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi •Þekking á menningarlífi og sveitarfélögum …
Fjórða iðnbyltingin
Við minnum á málþing um fjórðu iðnbyltinguna sem er í beinni útsendingu í dag milli 09:00-13:30.
Málþing um fjórðu iðnbyltinguna
Nýsköpunarmistöð heldur málþing um fjórðu iðnbyltinguna: Dagskrá ásamt skráningformi er að finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar: