Færniþörf fyrirtækja

VífillFréttir

Fyrirtæki á landsbyggðinni vantar fólk með ýmsa færni sem fæst ekki endilega í skólakerfinu. Tæplega 20% þeirra telja svo vera. Fólk sem hefur frumkvæði (sjálfstæð vinnubrögð), hæfileika til að selja (sölumennska) og almenna tölvufærni eru oftast nefnd. Fólk með starfsreynslu og hæfni í mannlegum samskiptum eru eiginleikar sem koma svo fast á hæla þeirra. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem kallast orðaský og á bls. 26 og 28 í skýrslu yfir nýjustu fyrirtækjakönnun landshlutanna (smellið hér). Niðurstöðurnar má einnig sjá á knappara og aðgengilegra formi á bls. 17 og 20 í sérstakri útgáfu (smellið hér). Þetta eru reyndar upplýsingar um stöðuna fyrir Covid-19 en stuðst er við fyrirtækjakannanir landsbyggðanna haustið 2018 og 2019. Rúmlega 3.600 svör bárust í báðum könnunum. Önnur könnun verður gerð í október og nóvember 2020 m.a. til að sjá hverjar breytingarnar hafa orðið.