Menntunarþörf fyrirtækja

VífillFréttir

Þörf fyrirtækja á landsbyggðinni fyrir menntað vinnuafl hefur verið meiri en búist mátti við eða um fjórðungur (25%) allra fyrirtækja taldi sig þurfa að ráða fólk með menntun að baki. Mest var þörfin fyrir iðnmenntun og þá sérstaklega trésmiði, kokka og bifvélavirkja. Af fólki með háskólamenntun var mest þörfin fyrir viðskiptafræðinga og markaðsfræðinga. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem kallast orðaský og á bls. 22 og 24 í skýrslu yfir nýjustu fyrirtækjakönnun landshlutanna (smellið hér). Niðurstöðurnar má einnig sjá á knappara og aðgengilegra formi á bls. 11 og 14 í sérstakri útgáfu (smellið hér). Þetta eru reyndar upplýsingar á stöðunni fyrir Covid-19 en stuðst er við fyrirtækjakannanir landshlutanna haustið 2018 og 2019. Rúmlega 3.600 svör bárust í báðum könnunum. Önnur könnun verður gerð í október og nóvember 2020 m.a. til að sjá hverjar breytingarnar hafa orðið.