Við vekjum athygli á úrvali námskeiða í maí á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar. Námskeiðin eru íbúum Vesturlands að kostnaðarlausu. Skráning hér
Námskeið í þjóðbúningasaum
Átthagastofa Snæfellsbæjar hélt á dögunum námskeið í þjóðbúningasaum. Það var Margrét Vigfúsdóttir sem átti frumkvæði af námskeiðinu og fékk það styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Hér má sjá níu manna hópinn sem útskrifaðist af námskeiðinu stilla sér upp til myndatöku að námskeiðinu loknu ásamt kennurum. Frétt á vef Skessuhorns
Kynning á verkefnum Markaðsstofu Vesturlands
Þriðjudaginn 12. maí kl. 11:00-12:00 mun Markaðsstofa Vesturlands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi streyma kynningum á þeim verkefnum sem verið er að vinna að til eflingar ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Dagskrá: ➣ 11.00 – Inngangur – Efling ferðaþjónustu á Vesturlandi – verkefni MV – Maggý forstöðumaður MV ➣ 11:10 – Samstarfsverkefni í markaðsmálum – kynning Tjarnargatan framleiðslustofa ➣ 11:20 – Ferðaleiðir …
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi ályktar um stöðvun veiða á grásleppu
Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna fyrirvaralausrar stöðvunar veiða á grásleppu. Send til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Hafrannsóknarstofnunar og atvinnuveganefndar alþingis. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra að stöðva fyrirvaralaust veiðar á grásleppu frá 3. maí s.l. og taka þar undir ályktanir sem einstök sveitarfélög og fyrirtæki hafa sent ráðherra og atvinnuveganefnd alþingis. Á …
Byggðaráðstefnan 2020 – kallað eftir erindum
Byggðaráðstefnan 2020 verður haldin dagana 13.-14. október n.k. á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og hægt að senda tillögur að fyrirlestri til Byggðastofnunar sjá nánar: Byggðaráðstefnan 2020 – kallað eftir erindum
Könnun á vegum Byggðastofnunar
Byggdafesta-og-buferlaflutningar-sveitir-postkort-A
Vefnámskeið í apríl fyrir íbúa á Vesturlandi
Við viljum vekja athygli á námskeiðum sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur fyrir í apríl en þau standa til boða fyrir íbúa á Vesturlandi þeim að kostnaðarlausu. Það eru Kjölur, stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Akraness, Landsmennt, fræðslusjóður ásamt Samtökum sveitarfélag á Vesturlandi sem styrkja þessa námskeiðaröð og bjóða íbúum á Vesturlandi fría þátttöku. Kynnið ykkur málið inn á simenntun.is …
Markaðsstofa Vesturlands: Ferðaleiðir
Vinna er hafin við gerð ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akranes. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps. Verkefnið er eitt af áfangastaðaverkefnum Vesturlands og áætlað er að leiðin opni árið 2021. Ferðaleiðin verður mikil markaðsleg búbót fyrir svæðið og verður hönnuð bæði með íslenskan og erlendan markað í huga. Leiðin mun hafa ákveðin þemu og auðvelda ferðamönnum skipulag …
Aukið fjármagn til eflingar ferðaþjónustu í Sóknaráætlun Vesturlands
Á stjórnarfundi SSV þann 18. mars sl. var rætt um viðbrögð sveitarfélaga á Vesturlandi og viðbrögð SSV við kórónaveirunni. Stjórn samþykkti að hækka fjárveitingu til áhersluverkefnis Sóknaráætlunar Vesturlands um Eflingu ferðaþjónustu um kr. 6.000.000. Auk þess samþykkti stjórn SSV tillögu Vesturlandsstofu um að þjónustugjald samstarfsaðila Vesturlandsstofu lækki úr 50.þús.kr. og verði kr.15.þús. árið 2020. Á vef Skessuhorns má sjá ítarlegt …
Ráðgjafar SSV eru til þjónustu reiðubúnir!
Til stjórnenda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi aðila á Vesturlandi, Á tímum heimsfaraldurs vegna Covid-19 ríkir víða óvissa og eðlilega eru margir áhyggjufullir um framtíð síns reksturs. Ráðgjafar SSV í atvinnuþróun og menningu fylgjast grannt með framvindu mála og þessum óvissutímum og geta aðstoðað, veitt ráðgjöf og miðlað upplýsingum til fyrirtækja og rekstraraðila á Vesturlandi. ATVINNURÁÐGJÖF SSV MENNINGARFULLTRÚI SSV