Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn

SSVFréttir

Nú hefur hafið göngu sína hlaðvarp á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem ber heitið „Vesturland í sókn“.

Hlaðvarpið, sem er framtak starfsmanna SSV, mun hafa þann tilgang að fræða fólk um störf SSV og verkefnin sem eru í brennidepli hverju sinni. Þá er stefnt að því að kynnast nánar þeirri atvinnuþróun og menningarstarfsemi sem á sér stað á Vesturlandi og ná tali af fólki sem getur frætt okkur um þróun landshlutans frá ólíkum áttum, hvort sem það á við um gamla tíma eða framtíðina. Hlaðvarpið speglar þannig samfélagið á Vesturlandi frá ólíkum áttum.

Hlaðvarpið má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum, hvort sem er í símaforritum eða á netinu og einnig er spilari á heimasíðu SSV.

Þáttastjórnendur eru Vífill Karlsson hagfræðingur, Sigursteinn Sigurðsson velferðar- og menningarfulltrúi og Thelma Harðardóttir verkefnastjóri þróunarverkefna.