Ert þú að leita þér að vinnurými? Viltu vera þátttakandi í lifandi og skapandi samfélagi?

SSVFréttir

Hugheimar hafa sett í loftið könnun sem er gerð til þess að greina eftirspurn eftir vinnurými og aðstöðu fyrir einstaklinga og sprotafyrirtæki í Borgarbyggð.
Niðurstöðurnar verða nýttar til að móta aðgerðir Hugheima til að koma til móts við þær þarfir sem eru til staðar.
Til stendur að bjóða aðstöðu á sem hagstæðustum kjörum fyrir einstaklinga í fjarvinnu, fyrir frumkvöðla sem vinna að hugmyndum á hvaða stigi sem er og aðra skapandi einstaklinga.
Markmiðið er að rækta gróskumikið skapandi samfélag þar sem hægt er að vinna að nýsköpun í atvinnulífi, samfélagslegri nýsköpun og hlúa að skapandi greinum á svæðinu ásamt því að búa til tengslanet og styðja við sprota.