Úrslit í Noðrurlandameistaramótinu í járnsmíði

SSVFréttir

Um helgina var norðurlandameistaramót í eldsmíði á Byggðasafninu á Akranesi. Hið forna handverk, sem þróað var á járnöld lifir enn góðu lífi. Keppendur komu frá fimm löndum; Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Mikill áhugi var á keppninni og komu á annað þúsund manns að fylgjast með spennuþrunginni smíðinni og þegar tímavörður taldi niður í lok keppni meistara, brutust út …

Breytingar á Áfangastaða- og markaðssviði SSV

SSVFréttir

Kristján Guðmundsson / Thelma Harðardóttir Thelma Harðardóttir verkefnastjóri á Áfangastaða- og markaðssviði SSV og Markaðsstofu Vesturlands mun láta af störfum um miðjan ágúst.  Ákveðið hefur verið að ráða Kristján Guðmundsson í tímabundið starf verkefnastjóra frá 15. ágúst fram til 1. mars nk.  Kristján er öllum hnútum kunnugur í ferðaþjónustu á Vesturlandi, en hann starfaði hjá Markaðsstofu Vesturlands frá árinu 2013 …

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar

SSVFréttir

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar hefur verið gefin út og er birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Um er að ræða vegvísi sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um þær stefnumótandi ákvarðanir og þjónustu sem sveitarstjórnum eru faldar samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Í Handbókinni má m.a. finna ítarlegar leiðbeiningar um gerð svæðisáætlana (kafli 3.2 og sniðmát í VIÐAUKA 1) sem sveitarstjórnum er skylt …

Mörg járn í eldinum

SSVFréttir

Mörg járn í eldinum Norðurlandameistaramót í eldsmíði á Akranesi Hvar Byggðasafninu Görðum, Akranesi Hvenær 11.-14. ágúst 2022 Hver Keppendur og dómarar koma frá Íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku í öllum keppnisgreinum. Helstu markmið Viðhalda áhuga og þekkingu á hinu forna handverki á Norðurlöndunum. Kappkostað sé að viðhalda gæðum við kennslu og vinnslu. Styrkja samstarf eldsmiða. Dagskrá                 Fimmtudagur 11. ágúst …

Sumarlokun skrifstofu SSV

SSVFréttir

Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður lokuð vegna sumarfría frá miðvikudeginum 13 júlí  til þriðjudagsins 2 ágúst. bendum á heimasíðu okkar ssv.is  Starfsfólk SSV.

Nr 4 Umhverfing myndlistarsýning

SSVFréttir

Nr 4 Umhverfing hafin Nú um helgina hófst myndlistarsýningin Nr 4 Umhverfing. Að þessu sinni fer sýningin fram í Dölum, Ströndum og Vestfjörðum, og fylgir Vestfjarðarleiðinni sem var mótuð í samvinnu Markaðsstofa Vesturlands og Vestfjarða. Hér er um að ræða einn stærsta viðburð í myndlist á Íslandi fyrr og síðar, en sýnd eru alls 131 verk á sýningunni eftir 126 …

Glefsa: Fjöldi íbúða á fasteignamarkaði Vesturlands

SSVFréttir

Ný Glefsa var gefin út í dag á vef SSV. Að þessu sinni er fjallað um fjölda íbúða á fasteignamarkaði Vesturlands. Í ljós kom að íbúðum hefur fjölgað hlutfallslega mest í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað árin 2005-2022 en minnst í Snæfellsbæ og Dalabyggð. Vísbendingar komu fram um að mestur skortur sé í dag á íbúðum í Snæfellsbæ og Hvalfjarðarsveit og minnstur …

IceDocs 2022 sett

SSVFréttir

Heimildahátíðin IceDocs var sett við hátíðlega athöfn í Skemmunni við Akranesvita. Forsetafrú Íslands, Frú Eliza Reid flutti opnunarávarp og í kjölfarið var sýnd opnunarmyndin Distopia Utopia eftir skjálistamanninn Die! Goldstein. Forsetafrú minntist á mikilvægi þess að glökkt sé gests augað, og fagnaði þannig þeirri flóru erlendra heimildarmynda sem myndu segja sögur á hátíðinni að þessu sinni, en sagnalist væri samofinn …

Guðveig Lind Eyglóardóttir er nýr formaður SSV

SSVFréttir

Aukaaðalfundur SSV, sem kallaður var saman til að kjósa nýja stjórn í kjölfar sveitarstjórnarkosninga fór fram í gær, miðvikudaginn 22. júní. Á fundinum var Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð kosin nýr formaður og mun hún taka við formennskunni af Lilju Björg Ágústsdóttir.  Átta nýir fulltrúar komu inn í stjórnina sem telur ellefu fulltrúa. Nýir fulltrúar eru Líf Lárusdóttir …