Skuld í Frystiklefanum

SSVFréttir

Laugardagskvöldið 28. október verður heimildamyndin Skuld eftir Rut Sigurðardóttur undir merkjum Bíóbúgí, sýnd í Frystiklefanum á Rifi . Í kjölfar bíósýningarinnar verða tónleikar með Kristjáni Torfa Gunnarssyni sem gerði tónlistina í myndinni.

Skuld fjallar um ungt par sem ákveður að feta í fótspor forfeðra sinna og gera út trilluna Skuld frá Rifi. Í myndinni er rakin vegferð þeirra og heim trillusjómanna við Íslandsstrendur. Myndin hefur hlotið einróma lof og hlaut til að mynda áhorfendaverðlaun heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði í ár. Þá hefur myndin verið sýnd víða um heim á kvikmyndahátíðum.

Kvikmyndasýningin hefst sem áður segir 28. október klukkan 20:30 í Frystiklefanum í Rifi.

Heimildamyndin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, auk þess sem tónlistaratriði í tengslum við Skuld var styrkt, og má sjá afrakstur af því verkefni hér.