Barnamenningarhátíð 2022 í Snæfellsbæ

SSVFréttir

Í maí var undirritað samkomulag á milli SSV og Snæfellsbæjar um Barnamenningarhátíð 2022. Hátíðin er ein af áhersluverkefnum Sóknaráætlunnar Vesturlands um blómlega menningu í landshlutanum og hefur undanfarin ár farið á milli þriggja staða á Vesturlandi. Það eru Snfellsbær, Reykholt og Akranes. Árið 2020 var undirritað samkomulag við Akraneskaupstað um hátíðina en hún frestaðist um ár vegna heimsfaraldursins. Nú þegar …

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vel nestaður af gögnum frá SSV

SSVFréttir

  Fimmtudaginn 12. maí stóð Framsóknarflokkur í Borgarbyggð fyrir fundi með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir stöðuna í heilbrigðismálum og öldrunarþjónustu í Borgarbyggð og víðar.  Í kjölfar fundarins afhentu þeirra Bjarki Þorsteinsson formaður vinnuhóps um öldrunarþjónustu á Vesturlandi, Sigursteinn Sigurðsson menningar- og velferðarfulltrúi SSV og Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV ráðherra skýrslu vinnuhópsins um öldrunarþjónustu. Vinnuhópurinn …

Atvinnuráðgjafar og starfsfólk Byggðastofnunar í heimsókn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

SSVFréttir

Nýverið fór fram fundur atvinnuráðgjafa landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar á Varmalandi.  Þessi hópur fundar reglulega að vori og á hausti þar sem farið er yfir ýmis verkefni sem tengjast byggðaþróun og málefnum atvinnulífs á landsbyggðinni.  Auk þess að funda á Varmalandi fór hópurinn í heimsókn í Landsbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem þær Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor og Áshildur Bragadóttir …

Nýsköpunar- og þróunarsetrið Gleipnir sett á stofn

SSVFréttir

Stofnfundur Gleipnis nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi ses. var haldinn í Háskólanum á Bifröst þann 10. maí sl. Er stofnfundurinn haldinn í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar í ágúst sl. þess efnis, að nýsköpunar- og þróunarsetrið yrði sett á stofn og var undirbúningsstjórn skipuð til þess að vinna að því í vetur. Markmiðið með stofnun Gleipnis er að skapa umhverfi fyrir …

Ársfundur Byggðastofnunar 2022

SSVFréttir

Verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2022 í félagsheimilinu Þinghamri í Varmalandi í Borgarfirði. Þema fundarins verður „óstaðbundin störf“. Allir velkomnir! DAGSKRÁ

Rannsókn til að meta ávinning af sameiningum sveitarfélaga á Íslandi

SSVFréttir

Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri og Vífill Karlsson hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá SSV fengu grein birta í tímaritinu Region sem er gefið út af ERSA (European Regional Science Association). Í greinninni nota þeir fasteignaverð til að reyna að meta hvort samfélagslegur ávinningur hafi hlotist af sameiningum sveitarfélaga. Aðferðin hefur verið nýtt á ýmsum sviðum hagfræðinnar til að …

Atvinnumálaþing Borgarbyggðar 2022

SSVFréttir

Borgarbyggð stendur fyrir atvinnumálaþingi í Hjálmakletti, þriðjudaginn 26. apríl nk. frá kl. 16:00 – 18:30. Á fyrri hluta þingsins verður einblínt á atvinnumál í Borgarbyggð og kynnt verður framtíðarsýn sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Auk þess verður veitt innsýn í þá grósku sem á sér stað í nýsköpun á svæðinu. Eftir kaffihlé verður framtíðin í brennidepli, farið verður yfir atvinnutækifæri á landsbyggðinni …

Söguskilti afhjúpað að Leirá

SSVFréttir

Sumardaginn fyrsta var mikið um dýrðir að Leirá, þeim mikla sögustað í Hvalfjarðarsveit, en þá var afhjúpað söguskilti. Er skiltið eitt af fjórum söguskiltum sem menningarnefnd Hvalfjarðarsveitar er að standa fyrir að koma fyrir á völdum stöðum víðsvegar um sveitarfélagið, en áður hafði söguskilti verið afhjúpað við Saurbæjarkirkju og við Miðgarð. Það var forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir sem afhjúpaði skiltið, en …

Nýtt merki Hinsegin Vesturlands tilkynnt

SSVFréttir

Hagsmunasamtökin Hinsegin Vesturlands voru stofnuð formlega í febrúar 2021 og hefur nú lokið fyrsta starfsári sínu með aðalfundi sem var haldinn síðasta vetrardag síðastliðinn. Eitt af verkefnum ársins var að efna til hönnunarsamkeppni um merki Hinsegin Vesturlands. Keppninni bárust 103 tillögur allsstaðar af af landinu. Dómnefnd, skipuð m.a. Sigursteini Sigurðssyni menningar- og velferðarfulltrúa SSV valdi merki Sævars Steins Guðmundssonar grafísks …