Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar

SSVFréttir

Viðamikil könnun meðal íbúa íslenskra sveitarfélaga sýnir að þjónustan er almennt betri í fjölmennari sveitarfélögum en fámennari. Vífill Karlsson sérfræðingur í byggðarannsóknum segir margt erfiðara í fámennum samfélögum og að hröð þróun og auknar kröfur um þjónustu krefjist sérfræðiþekkingar sem fámenn dreifbýlissveitarfélög ráði illa við. Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar.
Hægt er að hlusta á viðtalið við Vífil í hlaðvarpi RUV, Speglinum og byrjar þá á mínútu 11:30 á þessum link